23.janúar 2018 - 45 ár frá upphafi eldgos á Heimaey

25. 01. 2018

Á þriðjudaginn minntumst við þess að 45 ár eru frá upphafi eldgos á Heimaey. Þeim fækkar í hópi kennara sem muna þennan atburð en enn eigum við þó nokkrar sem geta sagt sögur. Við nýttum líka tæknina og sýndum nokkur myndbrot af youtube í salnum. Það er hlutverk okkar að halda þessari minningu á lofti og þakka fyrir að allir komust heilir frá þessum hamförum. Í lok stundarinnar fengu allir að smakka smá hraunmola.

© 2016 - Karellen