news

Á Sóla gengur lífið sinn vanagang í gleði og leik

09. 10. 2020

Þegar hömlur og takmarkanir eru orðnar hluti af daglegu lífi okkar þá þurfum við að finna lausnir til að geta framkvæmt það sem okkur er svo mikilvægt. Á föstudögum er það hefð á Sóla að vinakjarnar koma saman í sal þar sem Marta Jónsdóttir leikskólakennari stýrir dásamlegum söngfundi, þar syngjum við og dönsum okkur inn í helgarfríið. Engar takmarkanir eru á börnunum en kennarar þurfa að gæta að ákveðnum reglum, því ákváðum við að færa söngfundinn okkar út undir beran himinn og njóta samverunnar. Gleðiríka helgi til ykkar allra frá okkur á Sóla.

© 2016 - Karellen