Innskráning í Karellen
news

Aðventa enn á ný

06. 12. 2019

Helgina 29.nóv-1.des 2013 skrifaði Margrét Pála Ólafsdóttir grein í Fréttatímann. Greinin fjallar um jólaundirbúninginn og aðventuna. Þar sem aftur er komin aðventa langar okkur að deila þessari grein með ykkur sem enn á svo vel við og leggja sérstaka áherslu á lokaorðin: "Með fáum orðum má einfaldlega spyrja hvað væri börnum í dag tilbreyting? Skýrlega ekki að halda áfram við að ofkeyra okkur við að margfalda upp daglega brauðið. Hver veit nema börnum okkar væri fremur tilbreyting í friði og ró, hlýju, hjartagleði og aukningu á jákvæðum samvistum við fjölskylduna? Væri ekki kærkomin tilbreyting að slökkva á sjónvarpinu eitt kvöld og allir í fjölskyldunni baka smákökur til jólanna? Hvernig væri líka að setja kakó í brúsa, klæða sig vel og sækja jólatréð saman eða bara vera saman með heitan drykk á góðum leikvelli? Hver fjölskylda þarf að átta sig á hvernig börn og fullorðnir geta saman skapað tilbreytingu í hið hvunndagslega strit í stað þess að margfalda það – hvernig börn og fullorðnir geta saman skapað raunverulegt innihald í myrkasta tíma ársins í stað þess að bíða eftir jólum í spennu og streitu."

© 2016 - Karellen