Innskráning í Karellen
news

Öll í sama liði

09. 09. 2020

Skólabúningar eru notaðir í öllum skólum Hjallastefnunnar, bæði börn og starfsfólk klæðist skólabúningum sem eru áþekkir. Markmiðið með skólabúning er margþætt en sem dæmi má nefna að með samskonar fatnaði styrkist liðsheild allra barna og það dregur úr samkeppni. Þetta eru slitsterk og þæginleg vinnuföt og eins fyrir stráka og stelpur og er þeim ætlað að auka á samkennd og draga úr kynjabundnum viðhorfum til klæða.

Það varð því miður töf á afhendingu á Hjallastefnufötum og þykir okkur það leitt. Sökum Covid 19 stöðvaðist framleiðsla hjá mörgum birgjum sem útskýrir töfina. Fötin eru nú komin í netverslun og berast pakkar til okkar vikulega. Sé valið að nota aðrar buxur en frá Hjallastefnunni eiga þær að vera dökkblár joggings eða bláar eða rauðar leggings.

Það er gaman að vera í eins búningum og skreyta sig með brosinu sínu.

© 2016 - Karellen