Innskráning í Karellen
news

Allir í sama liði í skólafötum Hjallastefnunnar

21. 11. 2019

Skólaföt eru hluti af Hjallastefnustarfi og hefur verið svo í fjölmörg ár og setur það sterkan svip á allt okkar skólastarf. Fatnaður er merkingarbær og því telur Hjallastefnan skólafatnað mikilvægan þátt í starfinu.

Þegar börnin eru í skólafötum þá tökum við frekar eftir þeim sjálfum frekar en fötunum sem þau klæðast. Samkeppni og metingur milli barnanna minnkar stórlega en fyrst og síðast er það gleðiefni að geta boðið uppá vandaðan fatnað
sem er bæði fallegur, þægilegur og börnin geta verið sem mest sjálfbjarga. Almenn ánægja er með skólafötin og allir þekkja það að á Sóla eru skólaföt.

Aðeins hefur borið notkun tjullpilsa, gallabuxna og skræpóttra buxna en við viljum að börnin séu í skólabol og skólabuxum eða sambærilegum buxum. Okkur langar að fá ykkur elskulegu foreldrar í lið með okkur og gera átak í þessu.

Yndislegu börnin okkar þurfa ekki að skreyta sig áður en þau koma í skólann, það mikilvæga er að þau komi með sjálf sig og í því sambandi eru góðir frasar sem má nota með þeim bæði heima og í skólanum:

  • “skreyttu þig með brosinu þín í dag”
  • “komdu bara með sjálfa/n þig”
  • “ég er nóg”

Við viljum að það verði hluti af daglegu lífi barnanna að þau læri að viðurkenna framlag hvers og eins og að við stækkum af því að taka eftir því sem aðrir gera vel.

Það er gaman að vera öll í sama liðinu og eins klædd!

© 2016 - Karellen