news

Bóndadagur og þorrablót

29. 01. 2020

Í tilefni bóndadagsins var haldið þorrablót á Sóla á föstudaginn. Börnin fengu þá að gæða sér á dýrindis þorramat eins og harðfisk, sviðasultu, lifrapylsu og hákarli sem lagðist mis vel í mannskapinn en nokkrar hetjur þorðu að smakka.

Á mánudaginn var boðið í bóndadagskaffi þar sem börnin buðu pöbbum, öfum, langöfum, bræðrum, frændum og vinum í kaffisopa og brauð. Við áttum notalega stund seinnipartinn og þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna


© 2016 - Karellen