news

Breytingar í húsi

06. 01. 2020

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir

Um áramótin voru gerðar nokkrar breytingar í húsi, eins og gengur og gerist hjá okkur á þessum árstíma.

Hrefna Jónsdóttir sem starfað hefur sem stuðningur hjá okkur síðan í haust hefur verið ráðin sérkennslufulltrúi Sóla og mun vinna náið með Guðrúnu Benonýsdóttur sérkennsluráðgjafa Vestmannaeyjabæjar. Þetta er hluti af þeirri stefnu Vestmannaeyjabæjar að auka við snemmtæka íhlutun í skólakerfinu okkar.

Jóhanna Helga hætti hjá okkur um jólin og hefur Díana Ólafsdóttir komið í hennar stað í skilastöðu inni á Rauða kjarna.

Júlía fer af Hvíta kjarna inn á Rauða sem stuðningur og Elín Rós tekur við hennar stöðu inni á Hvíta. Í byrjuðu svo fjögur ný börn byrja á Hvíta kjarna og bjóðum við þau velkomin á Sóla.

© 2016 - Karellen