Innskráning í Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu í hjálpsemisvikunni

16. 11. 2018

Við erum nú á annarri viku í samskiptalotunni, í síðustu viku unnum við með orðið umburðarlyndi en í þessari viku er það orðið hjálpsemi. Margt hefur verið gert til að auðvelda börnunum að skilja merkingu þessara orða en sem dæmi útbjuggu elstu drengirnir á Rauðakjarna leir handa yngstu börnunum og kenndu þeim svo að gera ýmislegt skemmtilegt úr leirnum. Hópar hafa sótt hreinan þvott og brotið saman fyrir eldhúsið, vinir og vinkonur aðstoða hvort annað að klæða sig í og úr svo eitthvað sé nefnt.

Í dag er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni skundaðu elstu hóparnir af leikskólanum yfir á sjúkrahúsið og tóku lagið í andyrinu við mikla gleði viðstaddra.

Með ósku um gleðiríka helgi.

© 2016 - Karellen