Innskráning í Karellen
news

Foreldrafundur með Möggu Pálu

21. 09. 2018

Á þriðjudaginn kom Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar í heimsókn til okkar og hélt spjallfund með foreldrum. Hún spjallaði vítt og breytt um Hjallastefnuna, um röð, reglu og rútínu, um valið og hópatíma og hvatti foreldra í sínu hlutverki. Hún ítrekaði það að starfsfólk Sóla er hér fyrir börn og fjölskyldur þeirra og að við erum alltaf tilbúin í spjall og aðstoð.

Magga Pála kynnti einnig fyrir foreldrum hugmyndir Hjallastefnunnar um vinnutímastyttingu. Ástæða þess að farið var í þá vinnu var að bregðast við álagi í skólunum. Vinnutímunum var þó breytt þannig að góð mönnun yrði allan daginn. Væntingar eru um að starfið skili meiri gæðum vegna þess að starfsmenn eru betur í stakk búnir til þess að takast á við daginn og meiri stöðugleiki verði í starfsmannahópum.

© 2016 - Karellen