Innskráning í Karellen
news

Foreldraviðtöl og ráðherraheimsókn

30. 10. 2019

Á laugardaginn fara fram foreldraviðtöl hjá okkur, foreldrar ættu að vera búnir að fá boð frá hópstjóra barnsins. Þetta eru stutt viðtöl rétt um 15 mín sem farið er yfir gengi barnsins. Þar sem foreldrar barna á Hvíta kjarna eru tiltölulega nýbúin í viðtölum þá verða ekki einstaklingsviðtöl hjá þeim heldur verður opið hús og foreldrar geta komið og fengið sér einn kaffibolla a milli 10 og 11 og tekið létt spjall við kennarana á Hvíta sem verða á svæðinu.

Á mánudaginn fengum við heldur betur flotta heimsókn frá Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningamálaráðherra sem kom ásamt fríðu föruneyti, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, Páli Magnússyni, Þórarni Sólmundarsyni og Hrannari Péturssyni. Þau komu til að skoða flotta skólann okkar og fræðast um það hvernig við beitum snemmtækri íhlutun, sem felur í sér að börn fái aðstoð og hjálp sem fyrst á lífsleiðinni og að liðsinni sé veitt áður en vandinn ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Þetta eru hvers konar aðgerðir sem geta haft hvetjandi og örvandi áhrif á þroska barns, s.s. málörvun, félagsörvun, námsörvun o.fl. Við grípum inn í um leið og kennarar eða foreldrar hafa grun um vandann, án þess að krefjast þess að komið sé af stað hvers kyns greiningarferli, því biðin eftir því er löng og dýrkeypt barninu, vandamálin eiga það oft til að vinda upp á sig og verða stærri með aldrinum.

© 2016 - Karellen