news

Frábært atriði á söngfundi

09. 03. 2018

Síðustu vikur hefur Ingibjargar hópur á Rauða kjarna verið að æfa leikritið um hana Búkollu og í dag var stóri dagurinn. Allur leikskólinn var saman á söngfundi og horfðu spennt á þessa frábæru sýningu. Drengirnir fengu mikið lófaklapp og ekki stóðu kennararnir sig verr Árný sem var leikstjóri og Ingibjörg sem sögumaður. Stefnt er á að setja leikritið upp aftur í vor fyrir foreldra í Ingibjargar hóp.

Nú þegar farið er að hlýna í veðri, þá viljum við benda foreldrum á að það er gott að hafa léttari útiföt í bland við hlýju. Síðustu daga hefur verið full heitt fyrir lambhúshettur, sérstaklega seinnipartinn þegar sólin er búin að skína allan daginn.

Bestu óskir um góða helgi, kennarar á Sóla

© 2016 - Karellen