news

Framtíð bjarta

17. 10. 2018

Á Hjallaráðstefnunni þann 5.október sl. fór starfsfólk í gegnum ýmsar stöðvar og m.a. söngstöð. Þar var kynnt til leiks nýtt ljóð sem ber heitið Framtíð bjarta, höfundur þess er hópstjóri hjá Hjallastefnunni og heitir Sindri Birgirsson. Þennan fallega texta erum við farin að æfa á Sóla og langar að deila honum með ykkur kæru fjölskyldur:

Framtíð bjarta

Okkar er kjarkurinn og kurteisin

frábær sál og fegurðin.

Stórkostlegir einstaklingar,

svakalegir snillingar.

Við æfum okkur allan daginn

svo okkur gangi allt í haginn,

því æfingin skapar meistarann

ég er stolt/stoltur af öllu sem ég kann.


Þú ert þú og ég er ég.

Saman göngum lífsins veg.

Hjálpumst að ef bjátur á,

vonum og þrám við skulum ná.

Brosandi er andi minn,

með opnum örumum gleði finn.

Hamingjusöm hjörtu

fagna framtíðinni björtu.
© 2016 - Karellen