Innskráning í Karellen
news

Fyrstu dagarnir

22. 08. 2019

Mikið rosalega er gott að vera komin aftur af stað og gaman að hitta alla aftur og kynnast nýjum börnum og nýjum foreldrum. Fyrstu dagarnir hjá okkur hér á Sóla byrja vel, aðlögun nýrra barna hófst á mánudaginn og hefur gengið vonum framar. Það hvorki meira né minna en 27 börn sem eru að byrja hjá okkur þetta haustið og heldur aðlögun á Hvíta kjarna áfram í næstu viku.

Starfið er komið á fullt og við vonumst eftir því að röð regla og rútína komist á fljótlega eftir að aðlögun líkur. Eldri hóparnir eru með sína reglu á hlutunum, skiptast á að fara í val og hópatíma með sínum kennara.

Í dag fengum við góða heimsókn frá Drífu Gunnarsdóttur fræðslufulltrúa sem kom færandi hendi með gjöf frá Bryndísi Guðmundsdóttur og samstarfsaðilum, fullan poka með námsefni frá Lærum og leikum með hljóðin sem Bryndís er höfundur af. Þökkum við þeim kærlega fyrir frábæra gjöf sem á eftir að nýtast vel. Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd af setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar.

Ekki nóg með það þá eru öll smáforrit Raddlistar opin án kostnaðar fyrir allar barnafjölskyldur fram í septemberlok í app store. Einng fylgir gjöfinni vefnámskeið með fræðslu til foreldra á vimeo aðgangsorð: namskeid25301.

Þetta er gríðarlega flottar gjafir og ég hvet foreldra eindregið til þess að hlaða niður smáforritunum því þetta eru ekki aðeins lærdómsrík smáforrit heldur finnst börnunum þau skemmtileg og okkar reynsla er mjög góð af þeim til að aðstoða þau börn sem hafa átt í vanda með hljóðamyndun. Vefnámskeiðið er einnig mjög fræðandi fyrir alla foreldra með ung börn.

© 2016 - Karellen