news

Gleðileg jól kæru vinir

21. 12. 2018

Kæru foreldrar og börn

Okkar innilegustu óskir um gleðirík og notaleg jól í faðmi ykkar nánustu. Megi nýtt ár gefa ykkur gæfu og gleði.

Við þökkum allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða og hlökkum til að takast á við næsta ár með ykkur. Við erum þakklát fyrir að þið treystið okkur fyrir því verðmætasta sem þið eigið og að í sameiningu gerum við skólann okkar að því góða samfélagi sem hann er. Það tekur nefnilega heilt þorp til að ala upp barn eins og segir í afrískum málshætti.

Kærar jólakveðjur starfsfólk Sóla© 2016 - Karellen