Innskráning í Karellen
news

Gleðilegt nýtt ár❤️

07. 01. 2021

Kæru fjölskyldur

Við á Sóla óskum ykkur gleðiríks nýs árs og með þakklæti í huga þökkum við liðið ár sem við höfum öll lært mikið af og bjóðum nýtt ár hjartanlega velkomið. Við hlökkum til þess að takast á við nýtt ár með ykkur og vonum innilega að geta boðið upp á meiri samverur með ykkur eins og foreldrasöngfundi, sumargleði og annað sem fór forgörðum á liðnu ári. Síðan stefnum við á foreldraviðtöl í einhverju formi fljótlega.

Í upphafi árs finnst okkur tilvalið að taka skorpu í agalotunni og æfa R-in okkar þrjú, röð - reglu - rútínu, æfa kurteisi, mannasiði og framkomu. Að því loknu eða 18. janúar, hefst jákvæðnilotan sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda uppfull af gleðiæfingum og því að dreifa gleði út í samfélagið, en nánar um það síðar.

Smávægilegar breytingar hafa orðið í húsi en hún Guðrún Bára okkar er komin á Hvíta kjarna og Kristín Ellertsdóttir tekur við hennar stöðu á Bláa kjarna og bjóðum við hana velkomna í Sólahópinn.

© 2016 - Karellen