news

Gleðivika á Sóla

31. 01. 2019

Nú er síðasta vika jákvæðnilotunnar okkar og það er GLEÐI vika.

Þá er okkar helsta markmið að dreifa gleði og kærleika, bæði innanhúss og út í bæinn. Hóparnir eru búnir að vera duglegir að rækta gleðina sína meðal annars fór Mörtu hópur og Siggu hópur í bæinn í gær að dreifa brosköllum með fallegum orðum og Guli kjarni fór í dag. Hvíti kjarni tók pappírsdans í morgun og vinir í Kollu hópi og Margrétar hópi dönsuðu saman í gær í svaka partýi.

Þetta er uppáhalds uppskeruvikan okkar því hamingja felst í því að gefa öðrum gleði.


© 2016 - Karellen