Innskráning í Karellen
news

Góðir dagar

07. 06. 2018

Sumarið er aðeins farið að kíkja á okkur og við höfum aðeins fengið að kíkja út á peysunni síðustu vikuna. Á fimmtudaginn fóru eldri börnin börnin niður á Stakkó og horfðu á danssýninguna hjá GRV. Það var þolinmæðisæfing að sitja kyrr allan þennan tíma en það tókst vel. Á leiðinni á Stakkó vorum við svo heppin að rekast á vin okkar hann Egil sem var að klára sinn síðasta vinnnudag fyrir Vestmannaeyjabæ og við þökkum honum innilega fyrir samvinnuna. Við fengum að sjálfsögðu mynd af okkur með honum (með barnabarninu sínu), þar sem hann hefur reynst okkur á Sóla vel.

Á föstudaginn var ákveðið að halda söngfund úti í blíðunni, norðan megin við hús svo að þeir sem dvelja og vinna á sjúkrahúsinu gætu tekið þátt. Þetta tókst prýðilega og vonandi getum við endurtekið þetta fljótlega.

Eftir Hvítasunnu fóru 9 börn á Víkina og voru þau kvödd með söknuði í hjarta. Í kjölfarið hófst inntaka nýrra barna, fjórar nýjar stúlkur byrjuðu á Græna kjarna og tvær stúlkur fluttust með Guðrúnu Maríu af Hvíta og yfir á Græna. Á Hvíta kjarna byrjuðu svo 4 ný börn og Valgerður fluttist þangað af Gula.

© 2016 - Karellen