news

Hópatímar í september

28. 09. 2020

Hvert barn tilheyrir fámennum jafningjahópi barna af sama kyni og á ámóta aldri með hópstýru sem ber ábyrgð á velferð sinna barna með stuðningi og eftirliti stjórnenda skólans. Hópatímar eru tími kennarans, fullorðinstíminn þegar börn æfa sig í að fylgja kennaranum. Þarna fara fram öll verkefni sem krefjast fullorðinsaðstoðar og þarna er hlutverk kennarans að auðga starf barnanna með skipulögðum verkefnum og leikjum og vinna að kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Hópatímarnir á Sóla eru frá kl. 10:30 til rúmlega 13:00, máltíðir og hvíldastundir koma inn í hópatímann.

Í september voru margir fræðandi, skemmtilegir og hvetjandi hópatímar á Sóla en á því tímabili vinnum við með agalotu kynjanámskrárinnar, en oft segja myndir meira en mörg orð og því fylgja þessari frétt frá okkur nokkrar myndir.


© 2016 - Karellen