news

Hvalurinn við Stórhöfða

09. 10. 2018

Í morgun kom Ásta Finnbogadóttir færandi hendi þegar hún gaf okkur eintak af nýútkominni bók sinni Hvalurinn við Stórhöfða, myndirnar í bókinni eru eftir Sigurfinn Sigurfinnsson. Bókina skrifaði hún til að vara börn við hættunni af sjónum og einnig til að kenna þeim að nota neyðarnúmerið 112. Við þökkum Ástu fyrir gjöfina og óskum henni til hamingju með bókina sína.

© 2016 - Karellen