Innskráning í Karellen
news

Jákvæðnilota

14. 01. 2020

Í gær hófst hjá okkur 4.lotan í Kynjanámskránni en næstu 4 vikurnar munum við stunda jákvæðniiðkun hér á Sóla og gaman væri að þið kæru foreldrar mynduð gera slíkt hið sama heima. Hér koma nokkrir punktar um jákvæðnilotuna okkar:

Í jákvæðinilotunni felst geðræktarstarf Hjallastefnunnar, hún vinnur gegn nöldri, klagi og bjargarleysi, orðræðan okkar þessar fjórar vikur verður "ekki segja ekki" og við ætlum okkur að vera besta útgáfan af okkur sjálfum.

Hér tölum við um iðkun því okkur er það ekki meðfætt að hafa orðalykla og athafnir á takteininum þegar við lendum í hinum ýsmu aðstæðum. Þetta þarf að iðka og æfa. Ef ég hef lært frá upphafi athöfn eða orð til að sýna að ég vill ekki eitthvað þá hef ég orðið þá færni að gera mig skiljanlega og lendi þá ekki í þeirri gildru að fara að nöldra, klaga eða vola. "Stop kæra vinkona, ég vil ekki láta pota í mig".

Gleðiæfingar eru bestar til að byggja upp jákvæðni því að glatt fólk lítur björtum augum á allt og alla. Það er ekkert rétt eða rangt í því hvernig við upplifum lífið og tilveruna en við segjum reglulega æfingin skapar meistarann!

Hér eru nokkrir frasar til að finna gleðina sína aftur ef hún hverfur frá okkur:

•Með bros á vör

•Taktu gleði þína
•Skoðaðu málið jákvætt
•Líttu á björtu hliðarnar
•Elskaðu friðinn
•Æfingin skapar meistarann
•Gengur betur næst
•Vinkonur aftur – vinur aftur
•Huggaðu vin þinn – huggaðu vinkonu þína
•Æfðu þakklæti þitt
•Sýndu kurteisi
•Lagaðu hegðunina þína
•Stjórnaðu höndunum þínum

Lotulykill þessarar fyrstu viku í jákvæðnilotunni er ÁKVEÐNI, en meira af lotunni í næstu vikur.

© 2016 - Karellen