Innskráning í Karellen
news

Jólastemning

17. 12. 2019

Það er búið að vera jólastemning hjá okkur á Sóla síðustu dagana. Á föstudaginn var hinn árlegi jólasöngfundur þar sem Marta okkar sá um söng og gítarspil meðan dansað var í kringum jólatréð við ljúfa jólatóna. Hádegismaturinn var svo í jólaanda en Jóhanna Inga og Elín Þóra elduðu fyrir okkur hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi og svo voru jólasmákökur í nónhressingunni.

Í dag var svo kirkjuheimsóknin okkar, allir kjarnar nema Hvíti gengu saman upp í kirkju þar sem Guðmundur prestur og Gísli tóku vel á móti okkur. Fræddu okkur um sögu jólanna og svo voru sungin jólalög.

Við vorum svo heppin að vera með í heimsókn hjá okkur krakka úr 5.-7. bekk sem kusu að eyða smiðjudögunum sínum hjá okkur. Þau aðstoðuðu okkur mikið á leiðinni upp í kirkju og til baka. Á morgun og fimmtudag koma svo aðrir nemendur úr Grunnskólanum til að vera með okkur.

© 2016 - Karellen