Innskráning í Karellen
news

Kristín frá Leikur að læra í heimsókn

15. 10. 2018

Í morgun kom Kristín Einarsdóttir höfundur kennsluaðferðarinnar Leikur að læra sem kennir öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt. Kristín er búin að eyða deginum í hópatímum með eldri börnunum og kennurum þar sem unnið hefur verið með stafi og stafainnlögn. Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem öll kennsla er hugsuð út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri. Leikur að læra er að mestum hluta kennarastýrður leikur en þar sem frjálsi leikurinn fær sitt rými.

Það er búið að vera mikið fjör og krökkunum finnst þetta skemmtilegir tímar þar sem er sungið um stafina, þeir látnir fljúga eins og flugvélar, gerðir kollhnísar með stafina og settir á sinn stað.

Við þökkum Kristínu kærlega fyrir heimsóknina, það er alltaf jafn skemmtilegt og fróðleiksríkt að fá hana. Hún nær svo sannarlega til barnana sem skemmtu sér konunglega og ekki síður við.



© 2016 - Karellen