Innskráning í Karellen
news

Magga Pála í heimsókn

27. 09. 2019

Á þriðjudaginn fengum við Möggu Pálu okkar í heimsókn. Það gefur okkur alltaf mikið í starfið þegar hún mætir á svæðið, með sín jákvæðu hvatningarorð og um leið gagnrýni ef eitthvað þarf að laga eða íhuga. Svoleiðis viljum við líka hafa það því góður skóli er sá sem er alltaf í þróun og skoðun með viljann til að gera betur í dag en í gær.

Eftir skóla hitti Magga Pála svo á foreldra í spjalli í sal skólans. Helga Björk sagði nokkur orð en svo fékk Magga Pála gólfið og fór yfir margt og mikið. En meðal þess sem kom fram á fundinum var að foreldrar óska eftir því að fá meiri upplýsingar um loturnar okkar, við ræddum skólafötin og viljum við nota tækifærið hér til þess að minna á að börnin mæti í skólafötum, bæði bol og buxum, ef nýta á aðrar buxur en skólabuxurnar verða þær að vera einlitar bláar eða rauðar. Þetta auðveldar svo ótrúlega margt í skólastarfinu hjá okkur.

Magga Pála fór heim sátt og glöð með skólann okkar hér í Eyjum, en daginn eftir heimsóknina hélt leikskólinn Hjalli og Hjallastefnan upp á 30 ára afmælið sitt. Við látum hér fylgja grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

© 2016 - Karellen