news

Með agalotunni hefst haustið

01. 09. 2020

Nú er skólinn okkar kominn i fullt fjör. Smávægilegar breytingar hafa orðið á kennarahópnum, en Minna hefur tekið við hópnum hennar Elínar Óskar á Rauða, Margrét Steinunn hefur tekið við hópnum hennar Valgerðar á Bláa kjarna, Guðbjörn hefur tekið við af Díönu inni á Rauða og Katja Marie er byrjuð í skilastöðu á Gula.

Hvíti kjarni er búin með aðlögun í bili og hinir kjarnarnir komnir á viku 2 í agalotunni sem er fyrsti hluti kynjanámskráar Hjallastefnunnar.

Kynjanámskráin skiptist í þjálfun í félagslegri færni og einstaklingslegri færni. Samkvæmt kenningum Hjallastefnunnar þarfnast stúlkur meiri hvatningar í einstaklingsfærni eins og í jákvæðni, frumkvæði, kjarki og krafti en drengir þarfnast meiri hvatningar í félagsfærni eins og að sýna virðingu, æfa samskipti, vináttu og kærleika.

Öll kynjanámskráin er iðkuð alla daga í skólunum okkar en til frekari áréttingar eru hinir sex þættir námskrárinnar teknir fyrir í lotum allt skólaárið 4 vikur í senn.

Fyrsta lotan er alltaf agalota og hinar loturnar byggjast upp á því að hópurinn hafa náð ákveðnum aga.

  • Agalotan er fyrsta stig félagsþjálfunar og fer fram í ágúst-september.
  • Lykilhugtök lotunnar eru: virðing, hegðun, kurteisi, framkoma.
  • Uppskeruvikan er framkomuvika.
  • R-reglurnar eru í hávegum hafðar í Hjallastefnustarfi; röð, regla og rútína í fyrirrúmi á öllum sviðum. Kjarnað umhverfi alls staðar, allir hlutir merktir, umferðarreglur merktar og sýnilegt og áþreifanlegt hvernig allt á að vera. Þaulhugsuð dagskrá og einfaldleiki í öllu skipulagi er jafnmikilvægt og umhverfiskjörnunin. Í kjarnastarfinu er síðan áherslan á skarpa nemendastjórnun með nákvæmri eftirfylgd og hegðunarreglum sem börnin taka þátt í að móta, kynna og endurskoða. Þjálfun í kurteisi og mannasiðum, æfing í að heilsast og kveðjast, borðsiðir og umgengni um fataklefa eru raunveruleikatengd verkefni í þessari lotu. Framkomuhæfni í kynjablöndun þarf að æfa sérstaklega. En almennt séð; því ekki að tala um hegðunarfræði og jafnvel gefa einkunn fyrir frammistöðu! Munum að æfa okkur líka því árangur barnanna ræðst af þeim aga sem við náum að sýna, til dæmis varðandi frágang, kyrrlátar raðir milli staða, stundvísi o.fl.

© 2016 - Karellen