Innskráning í Karellen
news

Náttúrufræðin heldur áfram á Sóla❤️

03. 03. 2021

Í morgun komu sjóarasystkin með hákarl sem pabbi þeirra veiddi í gær. Allir kjarnar fengu að handleika dýrið og skoða það eins og þau vildu. Þegar við fórum að fræðast aðeins meira um dýrið kom í ljós að það heitir háfur og hann getur orðið um það bil metri á lengd. Við Ísland lifir hann allt í kringum landið en er algengari í hlýjum sjó við sunnanvert landið þar sem við búum. Það að fá svona raunverulegan efnivið í kennslu er okkur afar mikilvægt.



© 2016 - Karellen