news

Niðurstöður foreldrakönnunnar 2020

14. 04. 2021

Kæru foreldrar

Búið er að fara yfir niðurstöður foreldrakönnunarinnar frá því í haust og gera umbótaáætlun. Könnunin kom mjög vel út en alltaf er rúm fyrir bætingar. Nokkrar ábendingar komu fram frá foreldrum sem ræddar voru á starfsfólksfundi og unnið var að úrbótum. Niðurstöður og úrbótaáætlun má finna undir flipanum "Skólastarfið" - "Mat á skólastarfinu". Svarhlutfall var þó aðeins 57% sem var undir meðaltali en við viljum endilega fá sem flesta til þess að taka þátt, því það er þannig getum við bætt okkur.

Nokkrar ábendingar komu sem við ætlum að bæta okkur í en einnig komu fram nokkur atriði sem foreldrar hafa kannski ekki tekið eftir í okkar starfi.

Upplýsingar um hvað er gert á daginn: Kennarar skrifa á töflu eða á Hópatíma skráningarblað sem er oftast hliðina á töflunni hvað var gert í hópatímum. Einnig eiga myndir á Karellen að vera ykkar sýn inn í daglegt starf. Við munum þó bæta okkur í þessum sem og öllum öðrum skráningum.

Upplýsingar um hvaða lota er hverju sinni: Í upphafi hverrar lotu setja stjórnendur inn frétt um hvaða lota er að hefjast, um hvað hún fjallar og hvaða lotulyklar eru. Við ætlum einnig að setja loturnar og lotulykla inn í viðburði á heimasíðunni og þá geti þið séð það bæði í appinu og á heimasíðunni hvaða lota er.

Hrósin voru margfallt fleiri en ábendingarnar og viljum við þakka falleg orð í okkar garð, þið eruð yndisleg og það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bak við sig.

Bestu kveðjur starfsfólk Sóla

❤️❤️❤️

© 2016 - Karellen