Innskráning í Karellen
news

Nýtt skólaár

17. 08. 2018

Þá er nýtt skólaár hafið og gærdagurinn var fjörugur og skemmtilegur. Eins og gerist á haustin þá eru alltaf smávægilegar breytingar í húsi, kennarar elstu barnanna eru komnir á Hvíta kjarna og taka á móti nýjum börnum á mánudaginn og kennarnir sem voru á Hvíta kjarna eru farin á aðra kjarna með sínum börnum. Við höfum fengið tvo kennara til baka úr fæðingarorlofi, Kolla sem verður á Rauða kjarna og Thelma Ósk sem verður á Gula kjarna. Bjóðum við þær velkomnar aftur.

Strax í lok ágúst byrjum við á agalotunni þar sem áhersla er lögð á sjálfsstjórn sem er frumstig félagsþjálfunar, þá æfum við virðingu, hegðun, kurteisi og framkomu. Börnin æfa að ganga í röð eftir ganginum eða úti, sitja biðplássi, bíða eftir fyrirmælum, skiptast á og svo margt fleira.

Við minnum á Karellen síðuna okkar þar sem foreldrar geta skráð sig inn og séð myndir af starfinu, fengið upplýsingar um svefn og matarvenjur barns og sent skilaboð til kennara. Ef ykkur vantar aðstoð með þetta ekki hika við að hafa samband við Hildi Dögg eða Helgu Björk. Inn á síðunni okkar er að finna leikskóladagatal 2018-2019 þar sem hægt er að sjá hvenær starfsdagar eru og fleira.

Bjóðum við ykkur öll hjartanlega velkomin og við hlökkum til vetrarins með ykkur

© 2016 - Karellen