news

Samskiptalota

13. 11. 2019

Nú erum við á fullu í Samskiptalotu og þá notum við lotulyklana umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstöðu, hver lotulykill er í viku.

Samskiptalotan okkar er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar, því hér er fjallað um samskipti í sinni víðustu mynd, nemendum er kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun. Í þessari lotu eru samvinnuverkefni af ýmsu tagi efst á baugi, tveir og fleiri saman í verkefnum, samvinna í kynjablöndun og samvinna milli eldri og yngri hópa. Vinna að verkefnum sem ýta undir samstöðu og samkennd kjarna eða skóla og skapa jákvætt hópstolt. Elstu hóparnir fóru til að mynda með pakka í jól í skókassaverkefnið.Í þessari lotu hjálpum við börnum að þróa hæfnina til náinnar vináttu, og þá sérstaklega drengjunum að byggja upp sjálfsmynd sem ljúfir, fallegir vingjarnlegir einstaklingar. Jákvæð hugsun verður að ríkja og við reynum að veita börnunum ómælda athygli og sýnum tilfinningar óhikað.

© 2016 - Karellen