Innskráning í Karellen
news

Sjálfstæðislota

04. 10. 2018

Elskulegu foreldrar

Þið eruð hreinlega, algerlega frábær. Það er svo gott að finna fyrir stuðningi ykkar á dögum sem þessum, þegar við þurfum að hlaupa í Herjólf áður en skólanum hefur verið lokað. Innilegar þakkir, nú komumst við í bæinn og getum verið með á Hjallaráðstefnunni frá upphafi.

Á mánudaginn hófst önnur lota hjá okkur, það er sjálfstæðislotan, þá erum við að vinna með hugtökin sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning. Þessi lota á að byggja upp sjálfsmynd barna og styrkja "ÉG" hugsun. Áhersla er á einstaklingsuppeldi og að vera besta útgáfan af sjálfum sér.Við reynum með daglegum æfingum að vinna gegn feimni og bælingu og hvetjum börnin til að segja frá hvað þau hafi verið að gera og hvernig þeim líður, bæði við kennarann og fyrir framan aðra vini og vinkonur. Hluti af sjálfstæðisvinnunni er daglega valið hjá okkur, þar geta börn valið um leir, kubbakrók, sull, föndur, leikstofuleik eða útivist. Það geta ekki allir valið um allt, fyrirfram ákveðið er hversu mörg pláss eru á hverjum stað fyrir sig og lýðræðislega er skiptst á, sá sem er fyrstur í dag er síðastur á morgun og koll af kolli. Þannig læra þau hæfilegt mótlæti.

Með gleði og þakklæti í hjarta fara Sólakennarar sáttir af stað á Hjallaráðstefnu.

Eigið góða helgi og munið að þið eruð dásamleg.

© 2016 - Karellen