Innskráning í Karellen
news

Skemmtilegur desember framundan

03. 12. 2019

Senn styttist í jólin og við eigum framundan skemmtilegar vikur. Við reynum þó að halda öllu í röð, reglu og rútínu eins og okkur er einum lagið og reynum að skapa kyrrð og rólegheit í þessum annars annríka mánuði. Tilbreytingin okkar liggur í því að skapa fallega og notalega jólastemningu með jólaljósum, jólaföndri og jólalögum.

Miðvikudaginn 4. des stendur foreldrafélagið fyrir jólaföndri kl. 16.30. Söngur í sal, málaðar piparkökur og drukkið heitt súkkulaði.

Föstudaginn 13. des er jólasöngfundur þar sem dansað verður í kringum jólatré, jólahlaðborð í hádeginu og jólasmákökur í nónhressingu. Allir í skólafötum.

Þriðjudaginn 17. des er árleg kirkjuheimsókn okkar þar sem prestarnir munu taka á móti okkur, sungið verður saman og hlustað á sögur um jólin.

Mánudaginn 23. des er síðasti dagur fyrir lokun. Við opnum aftur 3. janúar.


© 2016 - Karellen