news

Skólaárið að hefjast

04. 08. 2020

Kæru foreldrar, nú er skólastarfið að fara hægt og rólega af stað aftur og í næstu viku kemur seinasti hópurinn úr fríi og starfið fer á fullt aftur með aðlögun nýrra barna á öllum kjörnum.

Í ljósi aðstæðna ætlum við að halda okkur á tánnum og ítreka eftirfarandi þætti

  • Verum meðvituð um eigin smitvarnir, sprittum hendur við komu á leikskólann, það eru sprittbrúsar í andyrum.
  • Berum virðingu fyrir 2 m reglunni, ef fleiri eru í fataklefa hinkra þá úti.
  • Aðeins 1 komi með barn og sæki það.
  • Ekki koma lengra en inn í fataklefann og dvelja þar sem styst.
  • Verum vakandi fyrir flensueinkennum bæði hjá okkur og börnunum, ef foreldrar finna fyrir einkennum biðjum við að það komi ekki inn á leikskólann.
  • Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað.

Við munum gera okkar besta í því að sótthreinsa snertifleti og halda ykkur upplýstum.

Við hlökkum til að komast aftur í röð, reglu og rútínu og hitta ykkur aftur eftir langt og gott frí

Bestu kveðjur kennarar á Sóla

© 2016 - Karellen