news

Sólin skín og skellihlær

27. 05. 2019

Gleðilegt sumar, það er komið sumar hjá okkur á Sóla þegar það má fara út á hárinu :)

Fyrir helgi fóru elstu börnin okkar í heimsókn á Víkina, það var harka í þeim og gengu þau fram og til baka eins og ekkert væri. Heimsóknin gekk vel og fengu krakkarnir að hitta nýju kennarana sína, krakkana frá Kirkjugerði og skoða öll flottu námsgögnin sem eru til þar.

Í síðustu viku byrjuðu hjá okkur þrjár stelpur sem munu sinna sumarafleysingum hjá okkur það er Þórhildur sem verður á Rauða kjarna, Svala Björk inni á Græna kjarna og Sigríður sem verður á Bláa kjarna. Þær eru að leysa af bæði vegna sumarorlofa og einnig vegna veikinda.

Síðustu vikuna í júní (24.-27. júní) stefnum við á að halda útskrift fyrir elstu börnin okkar og gera það í samvinnu við foreldrafélagið sem mun verða með sumarhátíð í lok dags. Við munum velja þann dag sem hentar okkur best veðurlega séð og elstu börnin fara í óvissuferð með hópstjórum sínum og í lok dags verður útskrift og fjör uppi á Sóla og foreldrum boðið með.

Í samvinnu við foreldrafélagið fara elstu börnin í myndatöku hjá Guðbjörgu Guðmanns með sínum hóp og hópstjóra. Það verður ekki fyrr en eftir 12. júní við munum láta vita með fyrirvara.

Eigið gleðilegan mánudag

© 2016 - Karellen