news

Starfsdagur og fimleikanámskeið

31. 08. 2020

Á mánudaginn var fyrsti starfsdagur vetrarins, hann var vel nýttur og byrjaði á góðum fundi þar sem farið var yfir áherslur og hvað er framundan í vetur síðan fór hver kjarni fyrir sig á kjarnafund og í að kjarna kjarnann. Eftir hádegi kom dr. Valdís Jónsdóttir til okkar, hún er talmeinafræðingur og sérfræðingur í rödd og raddumhirðu. Hún fór yfir raddheilsu og kenndi okkur tækni til að ná þreytu úr talfærum sem og að þekkja hættueinkenni þess að við séum að skaða röddina okkar.

Röddin er atvinnutæki okkar kennara og því mikilvægt að hugsa vel um hana.

Á föstudaginn fór svo hluti kennara á krílanámskeið á vegum fimleikafélagsins. Sigurbjörg frá Fimleikasambandi Íslands er reynslumikill kennari og hefur verið að þjálfa börn á leikskólaaldri í mörg ár. Hún fór yfir grunnatriði í fimleika kennslu ungra barna og það hvernig hún setur upp sínar æfingar. Við á Sóla erum svo heppin að eiga þennan flotta sal þar sem hægt er að vera með almennilegar fimleikaæfingar.

© 2016 - Karellen