Innskráning í Karellen
news

Styrkir úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Vestmannaeyja

17. 06. 2020

Í Einarsstofu voru í dag undirritaðir samningar við þá aðila sem hljóta styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Skrifaði Elís Jónsson, formaður fræðsluráðs, undir fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, en það voru þær Helga Björk skólastýra og Thelma Ósk leikskólakennari sem skrifuðu undir fyrir hönd tveggja verkefna sem unnin verða á Sóla næsta skólaár. Verkefnin er Jóga- og tónlistarkennsl en það er Marta Jónsdóttir sem mun stýra því. Thelma Ósk Sigurjónsdóttir mun stýra verkefninu Útikennsla. Þetta er í fyrsta skipti sem veittir verða styrkir úr nýstofnuðum Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Í samningunum koma fram áherslur verkefnanna, tilgreind sú styrkhæð sem verkefninu hefur verið úthlutað og hvenær styrkurinn er greiddur. 2/3 styrks greiðast við upphaf verkefnis og 1/3 við skil á lokaskýrslu.

© 2016 - Karellen