news

Sumargleði

07. 06. 2019

Það er aldeilis búið að vera góð vika hjá okkur. Sólarvörn uppá hvern einasta dag og gleði og gaman.

Á miðvikudaginn var haldin Sumarhátíð leikskólanna og í þetta sinn sá Víkin um að halda hátíðina. Leikskólarnir hittust á Barnaskólalóðinni og þaðan var marserað í skrúðgöngu alla leið á Týsvöllinn í lögreglufylgd. Skólarnir sungu saman nokkur lög og Marta okkar spilaði undir. Eftir það var frjáls leikur og voru meðal annars hoppukastalar, þrautabraut og fótboltavöllur.

Í tilefni þess að það var sól úti enn einn daginn þá var söngfundurinn haldinn úti norðanmeginn og fengum við áhorfendur af spítalanum, þannig börnin fengu lof í lófa. Marta spilaði undir af stakri snilld eins og svo oft áður.

Í þar næstu viku fara útskriftarhóparnir í myndatöku með hópstjórum sínum, þannig ég bið foreldra um að tilkynna ef börnin eru í fríi þann dag sem stefnt er að fara.

Þriðjud. 18.06: Blái og Græni

miðvikud. 19.06: Rauði og Guli

© 2016 - Karellen