Innskráning í Karellen
news

Sumarlokun skólaársins 2018-2019

21. 11. 2018

Eins og fram kom á Eyjafréttum voru breytingar á sumarlokun samþykktar í fræðsluráði eftir niðurstöðum úr könnun sem ykkur barst í haust.

Á fundi fræðsluráðs á mánudaginn var farið yfir niðurstöður könnunar um sumarlokun leikskólans. Þar kom fram að rúm 68% vilja breytt fyrirkomulag og af þeim möguleikum sem voru í boði var vinsælast að lokað væri í 3 vikur og foreldrar velji 2 vikur öðru hvoru megi við, þannig að barnið er samfellt í 5 vikur í sumarfríi. Ráðið felur skólaskrifstofu í samvinnu með skólastjórnendur leikskóla að skipuleggja sumarlokun leikskóla eftir þessum ábendingum.

Skóladagatal 2018-2019 var samþykkt á 303. fundi fræðsluráðs 26. mars 2018 og því er sumarlokun næsta sumars frá 15. júlí til 14. ágúst.

Skólaskrifstofa og skólastjórnendur fara í breytingar á sumarlokun 2020 sem samþykkja þarf á fræðsluráðsfundi í upphafi næsta árs.


© 2016 - Karellen