Innskráning í Karellen
news

Þátttaka í Evrópuverkefni

30. 10. 2020

Í vor fengum við þær góðu fregnir að umsókn okkar hjá Erasmus+ var samþykkt, en það er styrkjaáætlun ESB til mennta- æskulýðs- og íþróttamála. Við sóttum um í samstarfi við Víkina, Kirkjugerði og þrjá leikskóla í Þýskalandi og verkefninu er stjórnað þaðan. Verkefnið snýr að sjálfbærni, náttúrukennslu, þar sem áhersla er lögð á stærðfræði og að skólarnir læri hverjir af öðrum.

Sóli er í samstarfi við leikskóla í München sem er stórborg og því er náttúrukennsla erfiðari en fyrir okkur. Þau eru þó í samstarfi við hesthús sem þau heimsækja nokkrum sinnum á ári og einnig eru þau með leikskólahund, mjög spennandi.

Stefnan var að heimsækja skólana í haust en þar sem ekki er hægt að ferðast neitt í núverandi ástandi þá verður áherslan á samstarfinu meiri á netinu. Við munum nota E-twinning, sem er lokuð samskiptasíða á vegum Erasmus+. Við höfum opnað lokaða YouTube síðu þar sem okkur langar að setja myndskeið af starfinu okkar. Lokuð síða virkar þannig að aðeins þeir sem eru með vefslóðina geta horft á myndbandið.

© 2016 - Karellen