Innskráning í Karellen
news

Tíminn flýgur - það styttist í jólin og jólafríið ❤️

28. 10. 2021

Í næstu viku hefst Samskiptalota en það er síðasta lotan í Kynjanámskránni fyrir jólafrí, hún klárst í byrjun desember. Við leggjum alltaf áherslu á að hafa desember rólegan og ljúfan hjá okkur þar sem röð, regla og rútína ræður ríkjum.

Varðandi jólafríið verður sami háttur verður hafður á í ár eins og í fyrra, þ.e. að kennarar verða í 3ja daga fríi á milli jóla og nýárs og svo er einn starfsdagur. Dagana þrjá hafa kennarar unnið af sér með endurmenntun, skipulagsfundum og foreldarviðtölum. Við munum þó finna lausn fyrir þá foreldra sem þurfa að vinna þessa daga en um miðjan nóvember mun Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi senda upplýsingar varðandi það.

© 2016 - Karellen