news

Trú - aflið sem flytur fjöll

04. 09. 2019

Eftir hádegi á starfsdeginum okkar núna á mánudaginn fengum við hressan og skemmtilegan fyrirlesara, hann Bjart Guðmundsson sem á og rekur Optimized Performance. Optimized Performance býður öfluga tilfinninga- og viðhorfsþjálfun fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa sem vilja hámarka árangur. Árangur er alltaf í beinu samhengi við gæði ákvarðana okkar og athafna óháð því hvaða svið lífsins um ræðir. Sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á gæði ákvarðana og athafna er tilfinningalegt ástand. Topp tilfinningalegt ástand er því grunnforsenda hámarks árangurs. Starfsfólk Sóla tók ákvörðun þarna á mánudaginn um að vera í topp tilfinningalegu ástandi í vetur og gera góðan skóla enn betri og hámarka árangur okkar með börnum og foreldrum á Sóla.

© 2016 - Karellen