news

Tveir styrkir úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla Vestmannaeyja

16. 04. 2020

Í febrúar auglýsti fræðsluráð eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla en markmiðið með honum að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf leik- og grunnskóla. Fræðsluráð samþykkti síðan á fundi þann 31. mars sl. að veita styrki fyrir sex metnaðarfull og áhugaverð verkefni en heildarupphæð sem veitt er úr sjóðnum þetta árið er kr. 3.325.000

Tveir kennarar á Sóla sóttu um styrk í sjóðinn og hlutu styrk sem er afar jákvætt fyrir okkur, þetta eru þær Thelma Ósk Sigurjónsdóttir og Marta Jónsdóttir. Verkefni Thelmu Óskar er útikennsla, en ætlunin er að koma upp útikennslurými hér á lóðina þar sem markmiðið verður að efla útikennslu og auka möguleikann á því að færa hefðbunda innikennslu út. Verkefni Mörtu er tónlistarkennsla og jógaiðkun og verður markmiðið sett á að gera kennsluleiðbeiningar og settar fram kennsluáætlanir í tónlistarkennslu og jógaiðkun þar sem markmiðið er að innleiða tónlist og jóga í leikskólann.

© 2016 - Karellen