Innskráning í Karellen
news

Útskrift og sumarhátíð

21. 06. 2018

Við erum svo glöð með með gærdaginn, hann var alveg frábær. Tekin var ákvörðun að samtvinna útskrift nemenda og Sumarhátíð foreldrafélagsins og tókst það mjög vel upp.

Börnin sem eru farin á Víkina mættu til okkar á Sóla kl. hálf 10 og hófst útskriftarferðin á því að hópurinn labbaði í Tvistinn og fékk ís í morgunsárið. Þá var gengið uppí skátaheimilið þar sem vinur okkar hann Arnór tók á móti okkur og skutlaði liðinu upp í Skátastykki á Björgunarbílnum (Monster Truck eins og drengirnir orðuðu það). Þar fengu börnin að hlaupa um og leika sér í blíðunni, þar voru grillaðar pulsur og sykurpúðar og poppað yfir opnum eldi. Um miðjan dag voru börnin sótt á rútu og skutlað á Sóla þar sem foreldrum hafði verið boðið á útskriftina sjálfa. Börnin byrjuðu á því að dansa og síðan syngja nokkur lög og Marta okkar lék undir. Að lokum afhentu kennarar þeirra þeim ferilmöppu og foreldrafélagið gaf merkt handklæði. Skálað var í ískaldri mjólk og súkkulaðiköku í lokin.

Foreldrafélagið okkar skellti svo í frábæra sumargleði að útskrift lokinni, hoppukastalar, Leó Snær á gítarnum, hákarl og löggubíll ásamt léttum veitingum sem eldhússkvísurnar okkar voru búnar að baka. All gekk eins og í sögu og allir fóru glaðir heim.

Foreldrafélagið var ekki hætt heldur afhentu þær veglega peningagjöf til Sóla sem mun nýtast okkur gríðarlega vel í bættum búnaði, meðal annars í fótboltamörkum og nýjum græjum fyrir salinn okkar. Þökkum við þeim kærlega fyrir


Takk kærlega fyrir frábæran dag allir sem komu að honum.

© 2016 - Karellen