news

Útskrift og sumarhátíð foreldrafélagsins

21. 06. 2019

Á miðvikudaginn 26. júní stefnum við á að fara í útskriftarferð um eyjuna og enda svo með útskrift hér á Sóla sem mun samtvinnast við Sumarhátíð foreldrafélagsins í lok dags.

Við erum mjög stolt af öfluga foreldrafélaginu okkar sem mun sjá um að skipuleggja sumarhátíð. Það mun vera mikið fjör hér á miðvikudaginn og eru foreldrar, systkyni, ömmur og afar velkomin. Þetta er að sjálfsögðu háð veðri eins og svo margt annað hér í Eyjum en við auglýsum þetta nánar í næstu viku.

Eigið yndislega helgi í blíðunni.

© 2016 - Karellen