Innskráning í Karellen
news

Vegna Covid-19

13. 03. 2020

Í ljósi aðstæðna er réttast að upplýsa ykkur kæru foreldrar um stöðu mála. Heilbrigðisráðherra hefur nú sett á samkomubann og gert bæjaryfirvöldum að útfæra ráðstafanir í grunn- og leikskólum bæjarins. Einnig mun Sóli vera í góðu samstarfi við Hjallastefnuna um þessa útfærslu. Við munum halda okkar striki til að byrja með og í dag verður fundað á öllum vígstöðvum og við munum láta ykkur vita um leið og eitthvað breytist.

Við höldum ró og yfirvegun og helgin verður notuð til að finna betur út úr því hvernig skólastarfi verður háttað næstu 4 vikurnar.

Í vikunni var gerð viðbragðsáætlun fyrir Leikskólann Sóla vegna heimsfaraldurs vegna Covid-19 veirunnar og hana er að finna undir viðbragðsáætlanir í flipa hér að ofan.

Kærleikskveðjur stýrur á Sóla

© 2016 - Karellen