Innskráning í Karellen
news

Vel heppnað námskeið í Amsterdam

20. 05. 2019

Á starfsdögunum í apríl lok héldum við til Amsterdam á námskeið um núvitund og jóga með börnum. Gist var í þrjár nætur á fallegu hóteli í útjaðri miðbæjarins. Merel sem er jóga- og núvitundarkennari auk þess að vera sálfræðingur mætti ásamt samstarfsmanni sínum Rohan, sem er grunnskólakennari og núvitundar kennari komu og hittu okkur á hótelinu og voru með fyrirlestur og verklega þjálfun í núvitund og jóga fyrir börn. Það hefur sýnt sig að ef börn læra að tileinka sér jóga og hugfræði hefur það jákvæð áhrif á almenna líðan þeirra, þau öðlast betri stjórn á hugsunum og tilfinningum ásamt því að árangur í námslegum þáttum eflist. Ekki sakar að þjálfun í núvitund er eitthvað sem allir ættu að tileinka sér bæði fullorðnir og börn. Æfa sig að vera með hugsunum sínum eins og þær eru, án þess að grípa þær og ýta þeim í burtu, slökkva á sjálfsstýringunni og taka eftir því þegar hugurinn reikar.

© 2016 - Karellen