news

Vináttulota að hefjast

19. 02. 2019

Vináttulotan er efsta stig félagsþjálfunar og markmiðið sem byggist upp er góðvild. Við styrkjum og eflum vináttu á alla lund. Við vinnu með skilgreiningar á vináttunni og fáum álit barnanna á því hvað er að vera vinur og vinkona. Þetta er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar, sú lota sem við æfum umhyggju, bæði innan hópsins, milli kjarna eins og að aðstoða Hvíta kjarna að klæða sig, eða brjóta saman þvott fyrir eldhúsið.

Kennarar og nemendur vinna saman að því að að skapa nálægð og kærleika, æfa snertingu, ganga í vinaröð í stað einfaldrar raðar. Markmiðið er að skapa kærleikstengsl milli allra. Við ræktum rósemi og minnkum þar með streitu, aukum drengjum kjark í nálægð, snertingu og umhyggju og gefum þeim sjálfsmynd fallegra og mjúkra drengja.

Fyrstu vikuna er lotulykillinn félagsskapur og við reynum að nota það orð eins mikið og við getum, vinnum með útskýringar á orðinu og fleira. Næstu lotulyklar eru svo umhyggja, nálægð og kærleikur.

© 2016 - Karellen