Innskráning í Karellen
news

Ytra mat Menntamálastofunar

11. 10. 2018

Dagana 1.-4. október voru fulltrúar frá Menntamálastofnun í leikskólanum Sóla til að gera ytra mat á starfinu. Auglýst er eftir leikskólum sem vilja fá mat og eru leikskólar valdir í matið úr þeim hópi sem sækir um, Vestmannaeyjabær sótti um mat fyrir sína skóla og vorum við á Sóla 1 af þeim 6 leikskólum á landinu sem urðu fyrir valinu þetta árið. Markmið matsins er að tryggja að starfsemi okkar sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerðir og aðalnámskrá. Að tryggja að réttindi nemenda séu virt og að veita upplýsingar um skólastarfið, auka gæði þess og stuðla að umbótum. Gagnasöfnun fer fram í gegnum þrjár stoðir, viðtöl og rýnihópa, vettvangsathuganir og skjalaskoðun. Helstu matsþættir eru þessir, leikskólinn og umhverfi hans, leikskólastjórnun, uppeldis og menntastarf, skólabragur og samskipti, foreldrasamstarf og ytri tengsl, innra mat, sérfræðiþjónusta og sérkennsla. Við munum fá niðurstöður úr matinu eftir u.þ.b. tvo mánuði því nú á eftir að vinna úr gögnunum sem aflað var, en þegar þar að kemur verður skýrslan birt. Við á Sóla litum svo á að við hefðum dottið í lukkupottinn með að verða fyrir valinu því í því felst að við getum gert góðan skóla enn betri

© 2016 - Karellen