news

Sóli haust 2018

06. 09. 2018

Skólastarfið hefur farið vel af stað hjá okkur á Sóla. Síðustu börnin eru að klára aðlögun hjá okkur og við erum afskaplega þakklát fyrir þann flotta hóp sem okkur er nú treyst fyrir. Hópurinn okkar telur 92 börn, 47 drengi og 45 stúlkur. Stöðugleiki er í starfsmannahaldi en þær Kolbrún Stella og Thelma Ósk voru að koma aftur eftir fæðingarorlof. Júlía mun svo einnig snúa aftur til starfa á haustönn. Undanfarið höfum við verið að leita okkur af fólki í skilastöður en Jóhanna Björk á Grænakjarna hættir hjá okkur á næstunni en við höfum ráðið Thelmu Sveinsdóttur og Róbert Aron Eysteinsson til okkar. Við förum full tilhlökkunnar inn í haustið enda veðrið búið að leika við okkur undanfarið.

© 2016 - Karellen