Föstudagsfrétt

01. 12. 2017

Góðan dag.

Þá er aðventan að ganga í garð og jólaandinn að færast í hús. Við byrjuðum á söngfundinum í morgun á að kveikja á Spádómskertinu á aðventukransinum okkar og syngja jólalögin. Við reynum að halda spennustiginu í húsinu í lágmarki og þessvegna eru margir búnir að gera jólagjöfina og nú dundum við okkur við jólaföndur í desember. Við ætlum líka að baka smákökur og fleira skemmtilegt er framundan. Veturinn minnti vel á sig í vikunnu sem leið og viljum við biðja foreldra að kanna hvort ekki sé örugglega nóg af hlýjum fötum í boxunum. Þetta er reyndar tíminn sem við vitum ekkert hvernig á að klæða út, nístingskuldi að morgni og svo hlýnar og komin rigning eftir hádegið. Svo það er nauðsynlegt að hafa nóg af öllu.

Kæru vinir eigið góða og gleðiríka helgi, Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Írís Huld

© 2016 - Karellen