news

Föstudagsfrétt af bláa kjarna

11. 05. 2018

Sælir kæru foreldrar. Vikan hjá okkur er búin að vera skemmtileg eins og alltaf. Við erum búnar að fara í göngutúra, út að hjóla og leikið okkur úti. Við létum rigninguna ekkert stoppa okkur enda eigum við allar svo flotta pollagalla. Við vorum líka að æfa okkur í hljóðum með Lubba, ríma, setja saman orð og æfa hugtök. Í næstu viku fer Stefaníu hópur í heimsókn á Víkina og á miðvikudaginn er útskriftarferð og útskrift. (sjá póst sem var sendur til ykkar).

Við óskum ykkur góðrar helgi. Kveðja Sólrún, Stefanía, Svava Tara og Þóranna.

© 2016 - Karellen