Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfrétt af bláakjarna

06. 04. 2018

Sæl öll,

Stúlkurnar á bláakjarna tjáðu okkur heldur betur um það að þær áttu ánægjulega páska. Stefaníu hópur fór í leikur að læra í stóra sal, léku sér úti, hlustuðu á sögu um hana Bólu og þræddu cheerios á bönd. Sólrúnar hópur æfði sig að teikna form og notuðu tónlistar aðstöðuna. Svövu Töru hópur lék sér með kubba, dýr og fóru að æfa sig hvaða dýr ætti hvaða bókstafi. Vikan endaði síðan á söngfundi í stóra sal, en allir krakkarnir á Sóla mættu í bláum fötum því í dag er blár dagur sem stuðningur við einhverfu.

Góða helgi, kveðjur Svava Tara, Sólrún, Stefanía og Þóranna.

© 2016 - Karellen